Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Eftirlitsskýrslur

Orkustofnun veitir leyfi til ýmiskonar auðlindanýtingar auk þess að viðhafa eftirlit með þeim leyfum sem falla undir verksvið stofnunarinnar.

Markmið með eftirliti Orkustofnunar er að tryggja að leit, rannsóknir og nýting jarðrænna auðlinda á landi og í sjó sé í samræmi við ákvæði leyfi og að viðhafðir séu bestu starfshætti  í umgengni og nýtingu auðlindarinnar hverju sinni. Í leitar-, rannsóknar- og nýtingarleyfum er jafnan nánar kveðið á um fyrirkomulag og umfang eftirlits. 

Orkustofnun leggur áherslu á reglubundið eftirlit með leyfum og að leyfishafar viðhafi virkt innra eftirlit með starfsemi sinni til að tryggja áreiðanleika og gæði þeirra upplýsinga sem safnað er og að aðgengi að þeim sé tryggt.

Almennt viðmið stofnunarinnar er að leyfishafi greiði kostnað af eftirliti Orkustofnunar og er eftirlitskostnaður innheimtur á grundvelli skráðra vinnustunda og bókfærðs útlagðs kostnaðar.

Markvisst og virkt eftirlit á að tryggja aðgengi að bestu fáanlegu þekkingu hverju sinni um auðlindirnar okkar til að þær skili okkur farsælum og réttum ákvörðunum um ráðstöfun þeirra enda er í flestum tilvikum um takmörkuð gæði að ræða.