Stofnstyrkir til hitaveitna
Leiðbeiningar um stofnstyrk til hitaveitna
1. Ef ákveðið er í fjárlögum að veita styrki til stofnunar nýrra hitaveitna eða til stækkunar eldri veitna skal þeim fjármunum varið til eftirfarandi þátta:
Til nýrra hitaveitna sem hófu rekstur árið 1998 eða síðar.
2. Til hitaveitna sem hafa aukið við dreifikerfi sitt á árinu 1998 eða síðar til að geta tengt íbúðarhúsnæði sem notið hefur niðurgreiðslna á rafhitun.
3.Til starfandi hitaveitna sem hafa einkaleyfi til dreifingar á heitu vatni og stækka veitusvæði sitt með yfirtöku á hitaveitum sem ekki hafa slíkt einkaleyfi, dreifa heitu vatni um dreifikerfi sitt til a.m.k. 5 aðgreindra húsveitna og standa frammi fyrir kostnaðarsömum aðgerðum vegna endurnýjunar dreifikerfis.
Stofnstyrkur til hverrar hitaveitu/notanda getur numið allt að 12 ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða olíu til húshitunar miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.
Þrátt fyrir að almenna reglan um stofnstyrki miðist við 12 ár getur styrkur til hitaveitna numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslur ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. Viðkomandi hitaveita er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.
2. Viðkomandi hitaveita hefur ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags og skal sýna fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum með rekstraráætlun til 16 ára.
3. Viðkomandi hitaveita hefur fengið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 32. gr. þeirra laga um að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
Tryggt er að styrkurinn sé einungis til þess fallinn að eigandi (eigendur) hitaveitunnar fái lágmarksarð af fjárfestingunni.
Til að sækja um
- Fylla út umsókn á netinu í Þjónustugátt og senda rafrænt til Orkustofnunar.
Með umsókn er staðlað Excel skjal sem fylla þarf út og láta fylgja með.