Kvartanir
Raforkueftirlitið fer með framkvæmd og eftirlit eftir ákvæðum III., IV., V og VI. kafla raforkulaga, sbr. 1. mgr. 3. gr. a. raforkulaga nr. 65/2003. Um eftirlit og úrræði Raforkueftirlitsins er fjallað um í VII. kafla laganna, en leyfisveitingar fara samkvæmt ákvæðum VIII. kafla.
Fjallað er um starfshætti Raforkueftirlitsins í 3. gr. b. raforkulaga þar sem fram kemur að Raforkueftirlitið er sjálfstætt í störfum sínum þegar það sinnir eftirliti samkvæmt raforkulögum. Þá skal Raforkueftirlitið hafa samráð við Samkeppniseftirlitið um eftirlit með starfsemi og gjaldskrá flutningsfyrirtækisins og dreifiveitna eftir því sem við á, sbr. 2. mgr. 3. gr. b. raforkulaga.
Nánar er fjallað um inntak raforkueftirlits í 2. mgr. 24. gr. raforkulaga þar sem segir að hafa skuli eftirlit með því að fyrirtæki sem starfa samkvæmt raforkulögum fullnægi þeim skilyrðum sem um starfsemina gilda samkvæmt raforkulögum, reglugerðum settum samkvæmt þeim og öðrum heimildum.
Hér birtast ákvarðanir Raforkueftirlitsins vegna kvartana hagsmunaaðila á raforkumarkaði.
2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 11/2024: Kvörtun vegna lokunargjalds RARIK ohf. við lokun á neysluveitum, dags 9. desember 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 10/2024: Kvörtun vegna tjóns á rafmagnstækjum, dags 5. desember 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 9/2024: Niðurfelling frumkvæðisathugunar Raforkueftirlitsins á verðlagningu raforku hjá Orkubúi Vestfjarða ohf., dags 25. nóvember 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 8/2024: Kvörtun Straumlindar vegna samskipta HS Orku við tímabundna viðskiptavini um raforkuviðskipti, dags 24. október 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 6/2024: Kvörtun vegna kröfu RARIK varðandi staðsetningu mælikassa í nýbyggingum, dags 5. september 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 5/2024: Kvörtun vegna reikninga ON fyrir leigugjald húsfélags á orkumælum, dags 26. ágúst 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 4/2024 - Kvörtun Straumlindar á tímabundnum samningum og viðskiptaháttum Orkusölunnar, dags 15. ágúst 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 3/2024: Kvörtun Furu ehf. vegna uppsagnar á tengisamningum um flutning rafmagns, dags 13. ágúst 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 2/2024: Úrskurður vegna synjunar Landsnets hf. á beiðni Orku náttúrunnar ohf. á afhendingu upplýsinga um kerfisframlag, dags 13. júní 2024
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 1/2024: Kvörtun vegna fyrirkomulags hleðslubúnaðar í fjöleignarhúsum og hleðsluáskrift Orku náttúrunnar ohf., dags 8. mars 2024
2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 7/2023: kvörtun vegna tengigjalds RARIK, dags 23.nóvember 2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 6/2023: kvörtun Langa ehf. um aðgerðir vegna raforkuskerðingar í Vestmannaeyjum, dags 11. október 2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 5/2023: kvörtun Eignaumsjón hf. á skemmdum á lyftubúnaði vegna rafmagnsleysis, dags 27. september 2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 4/2023: kvörtun vegna tjóns á rafmagnstækjum, dags 27. september 2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 3/2023: kvörtun vegna tjóns á rafmagnstækjum, dags 21. júlí 2023
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 2/2023: kvörtun Ísorku ehf. á mælabúnaði í hleðslustöðvum Orku náttúrunnar, dags 23. júní 2023.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins nr. 1/2023: kvörtun Storm Orka ehf. vegna ákvörðunar Landsnets um að hafna viðræðum um tengisamning við flutningskerfi raforku, dags 26. apríl 2023.
2022
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar Ísorku ehf. vegna aðgengis að hleðslustöðvum Orku náttúrunnar, dags. 24. september 2022.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar um gjalddaga og eindaga á reikningi frá Veitum ohf. dags. 29. ágúst 2022.
Ákvörðun - Endurupptaka og afturköllun ákvarðana Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar Ísorku ehf. vegna aðgengis að hleðslustöðvum ON, dags. 27. ágúst 2022 .
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar Ísorku ehf. vegna aðgengis að hleðslustöðvum ON dags. 29. júlí 2022.
Kvörtun ON um söluaðilaskipti - ákvörðun, dags. 16. júní 2022 .
Kvörtun vegna verðlagningar á raforku frá sölufyrirtæki raforku til þrautavara, dags. 31. mars 2022 .
Kvörtun vegna tjóns á hitakút, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 3. mars 2022.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar HS Orku um gjaldtöku Netorku á kostnaði við söluaðilaskipti, dags. 14. janúar 2022.
2021
Kvörtun vegna tjóns á búnaði og tækjum, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 16. nóvember 2021.
Kvörtun vegna tjóns á myndavéla- og þjófavarnarkerfi, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 16. nóvember 2021.
Kvörtun vegna tjóns á varmadælu, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 16. nóvember 2021 .
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar um lögmæti gjaldtöku og reikningsgerðar HS Veitna hf., dags. 30. september 2021 .
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar Orku heimilanna ehf. um afturvirk notendaskipti og lokanir neysluveitna vegna vanskila hjá RARIK ohf., dags. 23. september 2021.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar Orku heimilanna ehf. um afturvirk notendaskipti og lokanir neysluveitna hjá Veitum ohf., dags. 23. september 2021.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar RARIK ohf. um kröfu Landsnets hf. um greiðslu kerfisframlags fyrir virkjun Landsvirkjunar í Bjarnarflagi, dags. 8. júlí 2021.
Kvörtun vegna tjóns á prentplötu, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 20. maí 2021.
Kvörtun vegna tjóns á X, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 17. maí 2021.
Ákvörðun Raforkueftirlitsins vegna kvörtunar ADC ehf., dags. 27. janúar 2021.
2020
Kvörtun Orkusölunnar ehf. vegna sértækrar yfirlýsingar Orkustofnunar, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 21. desember 2020.
Kvörtun vegna skemmda í vinnubúðum, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 11. nóvember 2020 .
Beiðni Orku náttúrunnar ohf. um endurupptöku ákvörðunar Raforkueftirlitsins frá 26. ágúst 2020, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags.26. október 2020.
Kvörtun Ísorku ehf. vegna brota Orku náttúrunnar ohf., ON Power og Plugsurfing GmbH á 8. gr. reglugerðar um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019 og kvörtun Ísorku ehf. vegna brota Orku náttúrunnar ohf. og ON Power ohf. á 6 mgr. 3. gr. laga nr. 2005/57, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 26. ágúst 2020.
Kvörtun vegna ófullnægjandi raforkugæða RARIK og tjóns á notkunarstað, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 28. júlí 2020.
Kvörtun vegna uppsetningar á snjallmæli, dags. 29. apríl 2020 .
2019
Kvörtun Neytendasamtakanna um framgöngu HS Veitna og HS Orku vegna óreikningsfærðs kostnaðar á raforku, ákvörðun Raforkueftirlitsins dags. 28. mars 2019.
Kvörtun Orku heimilanna vegna notendaskipta og reikningsgerðar hjá dreifiveitum, ákvarðanir Raforkueftirlitsins dags. 20. mars 2019.
Orkubú Vestfjarða ohf. - ákvörðun