Um okkur

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun.

Um okkur

Menu

Raforkueftirlitið

Náttúruauðlindir

Orkuskipti

Upplýsingar

Stjórnsýsla

Greinargerðir og erindi

Raforkulitið heldur utan um greinargerðir og erindi er varða raforkumál

Greinargerð NVE

Greinargerð Norges vassdrags - og energidirektorat (NVE) um íslenska raforkumarkaðinn og eftirlit með honum (Appraisal of the Icelandic Electricity Market and Regulation) .
Greinargerð-NVE

Greinargerð Friðriks Más Baldurssonar um ávöxtunarkröfu vegna tekjumarka flutnings- og dreififyrirtækja raforku

Greinargerð Friðriks Más Baldurssonar um ávöxtunarkröfu vegna tekjumarka flutnings- og dreififyrirtækja raforku.
Greinargerð Friðriks Más

Greinargerð frá október 2006 um raforkuverð til heimilisnota

Greinargerð Orkustofnunar frá október 2006 um raforkuverð til heimilisnotkunar.
Raforkuverð til heimilisnotkunar

Greinargerð frá febrúar 2005 um framkvæmd nýrra raforkulaga og breytingar á raforkuverði

Greinargerð Orkustofnunar frá febrúar 2005 um framkvæmd nýrra raforkulaga og breytingar á raforkuverði.
Greinargerð Orkustofnunar 2005

Breytingar á raforkumarkaði frá ársfundi í mars 2005.

Erindi og kynning um breytingar á raforkumarkaði frá ársfundi Orkustofnunar í mars 2005.
Erindi á ársfundi í mars 2005

Glærur á ársfundi í mars 2005

Stuttar greinargerðir frá apríl 2005

Stuttar greinargerðir Orkustofnunar frá apríl 2005 um helstu breytingar á raforkuumhverfi með nýjum raforkulögum og helstu ástæður breytinga á raforkuverði um áramót 2004/2005.
Breytingar á raforkuumhverfi með nýjum raforkulögum
Helstu ástæður breytina á raforkuverði

Greinargerð um gjaldtöku vegna innmötunar virkjana

Tillögur Eurelectric til aðildarfélaga um aðskilnað rekstrareininga.

Í raforkulögum er fjallað um aðskilnað samkeppni- og sérleyfisþátta raforkufyrirtækja. Þar eru tilgreind atriði svo sem bókhaldslegur aðskilnaður, trúnaður í meðferð upplýsinga, jafnræði við starfrækslu sérleyfisþátta og að óheimilt sé að nota fjármuni sérleyfisþátta til niðurgreiðslu á samkeppnisþáttum. Allt eru þetta nauðsynleg atriði til að sanngjörn og heiðarleg samkeppni geti þróast á eðlilegan hátt á raforkumarkaðinum. Eurelectric, samtök raforkufyrirtækja, hafa gefið út tillögur eða leiðbeiningar til aðildarfélaga sinna um aðskilnað rekstrareininga og leggur áherslu á að fyrirtækin tryggi að starfsemi þeirra verði í samræmi við tilskipun Evrópubandalagsins til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Orkustofnun telur að hér sé um athyglisvert framtak að ræða og hefur þýtt tillögurnar til að auðvelda starfsmönnum raforkufyrirtækjanna að kynna sér þær. Tillögur Eurelectric fylgja hér með ásamt frumtextanum.

Norræn skýrsla um smásölumarkað raforku á Norðurlöndum

Samtök eftirlitsstofnana með orkufyrirtækjum á Norðurlöndunum (NordREG) hafa í samræmi við verkáætlun ársins 2005 lokið við gerð skýrslu sem fjallar um smásölumarkað raforku á Norðurlöndunum. Skýrslan heitir Supplier Switching in the Nordic Countries - Current practices and recommendations for the future development.
Í skýrslunni eru settar fram tillögur að aukinni samræmingu á smásölumarkaði milli Norðurlandanna. Vinna við að koma á sameiginlegum smásölumarkaði á Norðurlöndunum (þó án Íslands) fer fram í tveimur vinnuhópum, þar sem fjallað er um jöfnun á raforkumarkaði annars vegar og smásölumarkað hins vegar. Vinna hópanna mun leggja grunn að tillögum NordREG um sameiginlegan smásölumarkað á Norðurlöndunum. Í skýrslunni er lýst stöðu mála í dag í hverju landanna fyrir sig, helstu annmörkum og tillögum til úrbóta. Tillögurnar verða lagðar fyrir ráðherranefnd Norðurlandaráðs á fundi hennar 1. mars 2006.