Raforkuvinnsla og þróun

Raforkuvinnsla á Íslandi hefur farið ört vaxandi síðustu áratugi en þó aldrei jafn mikið og á fyrsta áratug þessarar aldar. Ef skoðuð er þróun í raforkuvinnslu milli áratuga jókst hún um 118% á milli 1970 og 1980, 52% næsta áratug þar á eftir, síðan um 73% en á fyrsta áratug tuttugustu aldar jókst raforkuvinnslan um 122%. Á áttunda áratug síðustu aldar munar mest um Kröfluvirkjun (60 MW) og Sigölduvirkjun (150 MW). Hrauneyjafossvirkjun veldur aðal framleiðsluaukningunni á níunda áratugnum (210 MW) og á síðasta áratug síðustu aldar munar mest um Blöndu (150 MW) og Nesjavelli (120 MW). Kárahnjúkavirkjun á síðan heiðurinn af stökki í raforkuvinnslu í upphafi þessarar aldar (690 MW) en einnig munar talsvert um Hellisheiði (213 MW) og Reykjanesvirkjun (100 MW).

Smelltu til að hlaða niður Excel skjali