Raforkuvinnsla eftir framleiðanda

Stærstu framleiðendur raforku á Íslandi eru Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, HS Orka og Orkusalan. Raforkuvinnsla eftir framleiðanda hefur lítið breyst á síðastliðnum árum.  Þó hefur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur aukist nokkuð og hlutur Landsvirkjunar minnkað að sama skapi. Í hópnum aðrir framleiðendur eru fyrirtæki eins og Orkubú Vestfjarða, Rafveita Reyðarfjarðar og smávirkjanir um land allt. Þess utan eiga og reka dreifiveitur varaaflsstöðvar sem staðsettar eru víðsvegar um landið, auk þess sem til eru færanlegar varaaflsstöðvar.


Smelltu til að hlaða niður Excel skjali