Hlutfallsleg aukning raforkunotkunar milli ára

Sé horft til tímabilsins 1994 til 2014 er meðal árleg aukning heildarraforkunotkunar tæp 8%, sem skiptist þannig að árleg aukning almennrar raforkunotkunar var að meðaltali tæp 3% meðan árlegur vöxtur notkunar stórnotenda var rúm 10% á ári. Myndin sýnir árlega aukningu hvors notkunarflokks fyrir sig og heildar aukninguna á fyrrnefndu árabili. Aukning raforkunotkunar er mest á árunum 1996 til 1999 og 2005 til 2008 og tengist uppbyggingu stóriðjufyrirtækja, þar sem uppbygging Norðuráls og Fjarðaáls vega þyngst.