Mælieiningar orku
SI-einingakerfið er lögboðið kerfi mælieininga hér á landi. Samkvæmt því er grunneining fyrir orku júl (e. joule) (J) og grunneining fyrir afl watt (W). Samhengið milli orkueiningarinnar júl (J) og watt (W) er að 1W = 1 J/s. Orka er því margfeldi af afli og tíma og er það venjan að tilgreina raforku í Wh (watthours/wattstundum/vattstundum) þar sem h vísar til orðsins hour á ensku.
Raforkunotkun 11 W sparperu sem logar í 12 klukkustundir er því margfeldi af 11 W og 12 stundum (e. hours (h)) eða 132 Wh.
Þar sem ein klukkustund samsvarar 3.600 sekúndum er samhengið milli wattstundar og júla: 1 Wh = 3.600 J
Sem margfeldiseiningar eru notaðar grunneiningarnar eða aukaeiningar með forskeytum:
Margföldunarforskeyti SI-kerfisins fyrir orkueiningar.
Forskeyti | Tákn | Margfeldi grunneiningar |
Exa | E | 1018 |
Peta | P | 1015 |
Tera | T | 1012 |
Gíga | G | 109 |
Mega | M | 106 |
Kíló | k | 103 |
Með öðrum orðum er 1 TWh jafngildi 1000 GWh, 1 GWh er jafngildi 1000 MWh og 1 MWh er jafngildi 1000 kWh.
Á vefsíðu Staðlaráðs má finna handbókina SI-kverið sem er handbók um SI-einingar og notkun þeirra