Orkutölur

Gagnaöflun

Orkustofnun safnar reglubundið gögnum um vinnslu, eigin notkun stöðva og sölu raforku frá raforkufyrirtækjum á Íslandi. Einnig eru teknar saman upplýsingar um til hvers raforkan er notuð hjá hinum endanlega notanda eða skiptingu raforkunnar í svokallaða notkunarflokka.

Einnig er safnað gögnum um uppsett afl virkjana og orkuuppsprettur þeirra, sem í dag eru vatnsafl, jarðvarmi, eldsneyti og vindorka. Tölur um ofangreinda þætti ná mislangt aftur í tímann og hafa hinar elstu í sumum tilfellum verið áætlaðar.

Þetta efni, sem og aðra tölfræði, má nálgast á síðunni  Talnaefni Orkustofnunar