Sértæk yfirlýsing 2016

Sölufyrirtæki raforku sem afskráir upprunaábyrgðir í eigin þágu ber að birta sértæka yfirlýsingu. Birta á sértæka yfirlýsingu fyrir 1. júlí ár hvert.

Sértæka yfirlýsingin sýnir hlutfall af afskráðri raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum hætti, eða það magn af raforku sem upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út fyrir, í hlutfalli við heildarsölu fyrirtækisins. Þegar sölufyrirtæki afskráir upprunabyrgðir í eigin þágu eykst vægi á uppruna raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum hætti. Nánar er kveðið á um sértæka yfirlýsingu í 9. og 10. gr. framangreindrar reglugerðar.

Sértæk yfirlýsing fyrir 2016 - Fallorka ehf.

Sértæk yfirlýsing fyrir 2016 - Orkubú Vestfjarða ohf.

Sértæk yfirlýsing fyrir 2016 - Orkusalan

Sértæk yfirlýsing fyrir 2016 - Rafveita Reyðarfjarðar