Sértæk yfirlýsing

Sölufyrirtæki raforku sem afskráir upprunaábyrgðir í eigin þágu ber að birta sértæka yfirlýsingu. Birta á sértæka yfirlýsingu fyrir 1. júlí ár hvert. Fyrir árið 2012 á þetta einungis við um Orkuveitu Reykjavíkur. Sértæk yfirlýsing er einnig birt á vef Orkuveitu Reykjavíkur 

Sölufyrirtæki raforku hefur heimild til að kaupa upprunaábyrgðir og afskrá þær í eigin þágu. Með því eykst vægi á uppruna raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Sértæka yfirlýsingin sýnir hlutfall af afskráðri raforku sem er framleidd með endurnýjanlegum hætti, eða það magn af raforku sem upprunaábyrgðir hafa verið gefnar út fyrir, í hlutfalli við heildarsölu fyrirtækisins. Fyrirtæki sem kaupir upprunaábyrgðir og afskráir sama magn og það framleiðir sýnir þannig uppruna raforku sem er 100% endurnýjanleg. Nánar er kveðið á um sértæka yfirlýsingu í 9. og 10. gr. framangreindrar reglugerðar.