Skipt um raforkusala
Það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Eina skilyrðið er að segja upp gildandi samningi með tilskyldum fyrirvara.
- Hvorki sölufyrirtækjum rafmagns né dreifiveitum er heimilt að innheimta gjald af notendum fyrir að skipta um raforkusala.
Dæmi
- Hjúin Jón og Gunna búa í fjölbýlishúsi á Reyðarfirði með póstnúmer 730. Þau hafa frá upphafi keypt rafmagn af sölufyrirtæki A.
- Jón og Gunna ákveða að kanna það sem í boði er á raforkumarkaðinum. Þau fara á heimasíðu Orkuseturs og kanna það raforkuverð sem sölufyrirtækin auglýsa.
- Hjúin telja það hagkvæmast að gerast viðskiptavinir sölufyrirtækis B. Í kjölfarið hafa þau samband við sölufyrirtæki B t.d. símleiðis eða með tölvupósti og óska eftir tilboði í viðskipti um kaup á raforku.
- Sölufyrirtæki B sendir Jóni og Gunnu samning um kaup á raforku til staðfestingar á viðskiptunum.
- Jón og Gunna hefja kaup á raforku frá sölufyrirtæki B.