Nýir kaupendur raforku

Dreifiveitunum sem sjá um dreifingu raforku til notenda ber lagaskylda til að gera nýjum raforkukaupendum skýra grein fyrir rétti sínum til að velja sér raforkusala.

Nýir kaupendur raforku teljast þeir vera sem ekki hafa verið með tengda neysluveitu sl. 90 daga. Enn fremur er vakin athygli á því að notendur sem eru í viðskiptum við fleiri en einn söluaðila skulu velja sér söluaðila þegar þeir bæta við neysluveitu í notkun.

Notandi skal innan 7 daga frá því að veita er ný veita er tengd á hans nafn, hafa valið sér raforkusala. Hafi notandi ekki valið sér raforkusala innan tilskilins frests eða verið í viðskiptum við einn raforkuasla sl. 90 daga ber dreifiveitunni á svæðinu að tryggja honum rafmagn með því að setja notandann í viðskipti við raforkusala til þrautavara.

Raforkukaupendur geta nálgast verð á raforkumarkaði en raforkureikningar eru tvískiptir. Annarsvegar greiða neytendur fyrir raforkuframleiðslu og hinsvegar fyrir dreifingu. Dreifing raforku er sérleyfisþáttur þannig að einn aðili sér um dreifingu á hverjum stað svo að notendur geta ekki valið sér dreifiaðila. Raforkusala er hinsvegar á samkeppnismarkaði og öllum frjálst að skipta um orkusöluaðila með einföldum hætti.  

Sjá samanburð á raforkuverði til heimila hér .