Nýir kaupendur raforku

Dreifiveitunum. sem sjá um dreifingu raforku til notenda, ber lagaskylda til að gera nýjum raforkukaupendum skýra grein fyrir rétti sínum til að velja sér raforkusala.

Nýir kaupendur raforku teljast þeir vera sem ekki hafa verið með tengda neysluveitu sl. 90 daga. Enn fremur er vakin athygli á því að notendur sem eru í viðskiptum við fleiri en einn söluaðila skulu velja sér söluaðila þegar þeir bæta við neysluveitu til eigin notkunar.

Kaupandi raforku skal innan 7 daga frá því að ný veita er tengd á hans nafn, hafa valið sér raforkusala. Hafi kaupandi raforku ekki valið sér raforkusala innan tilskilins frests eða verið í viðskiptum við einn raforkusala sl. 90 daga ber viðkomandi dreifiveitu að tryggja kaupandanum rafmagn með því að setja hann í viðskipti við raforkusala til þrautavara. Af þessari ástæðu er mikilvægt að kaupendur raforku velji sér raforkusala og geri við hann samning hverju sinni.

Kaupendur raforku geta nálgast verð á raforkumarkaði hjá Orkusetri og Aurbjörgu