Nýir kaupendur raforku

Dreifiveitunum sem sjá um dreifingu raforku til notenda ber lagaskylda til að gera nýjum raforkukaupendum skýra grein fyrir rétti sínum til að velja sér raforkusala.

Nýir kaupendur teljast þeir vera sem

  • fá rafmagn í nýjar íbúðir eða ný hús eða
  • hafa ekki keypt rafmagn undanfarna 12 mánuði.

Nýr notandi fær strax afhent rafmagn en fær fjögurra vikna umþóttunartíma til að kynna sér það sem í boði er og semja um rafmagnskaup sín. Hafi hann ekki undirritað raforkusamning að fjórum vikum liðnum við dreifikerfið ber dreifiveitunni á svæðinu að sjá honum áfram fyrir rafmagni en ofan á söluverð þess leggst þá aukagjald sem fellur niður þegar kaupandinn hefur gert raforkukaupasamning.