Almennir kaupendur raforku

Raforkumarkaðurinn skiptist í vinnslu raforku, flutning raforku, heildsölu raforku, dreifingu raforku og smásölu á raforku sem seld er almennum notendum sem kaupa raforku.

Vinnsla, heildsala og smásala á raforku er á samkeppnismarkaði. Flutningur og dreifing raforku er framkvæmd af sérleyfisfyrirtækjum.

Almennir notendur raforku eru m.a. einstaklingar og smærri fyrirtæki sem kaupa raforku af smásölum raforku. Almennir notendur raforku eiga að velja sér raforkusala og geta gert það þegar þeir hefja kaup og raforku og reyndar hvenær sem er.

Kostnaður almennra notenda við kaup á raforku er í grófum dráttum tvískiptur. Annars vegar greiða þeir fyrir kaup á raforku af smásölum, sem svo aftur kaupa raforkuna í heildsölu eða beint af vinnsluaðilum. Hins vegar greiða almennir notendur fyrir dreifingu á raforku (sem inniheldur flutning). Dreifing raforku er sérleyfisþáttur þannig að einn aðili sér um dreifingu á hverjum stað svo að notendur geta ekki valið sér dreifiveitu. Raforkusala er hins vegar á samkeppnismarkaði og öllum frjálst að skiptaum sölufyrirtæki raforku með einföldum hætti hvenær sem er.