Álestur rafmagnsmælis
Notkun rafmagns á heimilum er mæld í kílóvattstundum (kWh). Lesa skal á rafmagnsmæla árlega og annast dreifiveitan það ýmist sjálf eða felur notendum að lesa á mæla og tilkynna dreifiveitunni um mælisstöðuna. Þó er dreifiveitum skylt að senda fulltrúa sína til að lesa á rafmagnsmæla að minnsta kosti fjórða hvert ár
Dreifiveita les á rafmagnsmæli
- á fjögurra ára fresti í það minnsta eða
- ef notandi skiptir um raforkusala eða
- ef notandi flytur úr íbúð eða húsi eða
- ef skipt er um rafmagnsmæli.
Raforkan er mæld í rafmagnstöflu sem gjarnan er að finna á jarðhæð eða kjallara húsnæðis.
Dreifiveitur hafa hafið uppsetningu á snjallmælum hjá kaupendum raforku. Snjallmælar mæla notkun raforku í rauntíma. Búast má við breytingum á regluverki um álestur rafmagnsmæla eftir því sem verkefninu vindur fram.