• header_vatnsafl

Vatn

Vatn er nauðsynlegt til að æðra líf fái þrifist og kemur við sögu á mörgum og ólíkum sviðum mannlegrar tilveru.

Orkustofnun ber ábyrgð á stjórnsýslu á tveimur afmörkuðum sviðum vatnamála á Íslandi. Þar er annars vegar um að ræða vatn sem auðlind til beinna nytja og hins vegar vatn sem orkubera fyrir vatnsafl og jarðhita.


Nytjavatn

Nytjavatn tekur til hvers konar ferskvatns sem nýtt er til neyslu og annarra þarfa, svo sem vökvunar í garðyrkju eða skógrækt, kælingar í iðnaði, hitunar húsa með eða án varmaskipta, eða til fiskeldis.

Vatnsaflsvirkjanir

Gífurleg aukning hefur orðið á raforkuvinnslu frá vatnsaflsvirkjunum síðustu árin. Uppsett afl vatnsafls-virkjana var orðið 1.879MW árið 2008, en það er 73% af heildarafli virkjana á Íslandi. Kárahnjúkavirkjun er öflugasta vatnsaflstöð landsins og er heildarafl hennar 690 MW.

Vatnsorka

Vatnsorkan byggir á þeim orkustraum sem fylgir sífelldri hringrás vatnsins - úrkomunni er skapar rennandi vatn á yfirborði landsins - ásamt þeim hæðarmun sem nýtanlegur er til virkjunar í viðkomandi vatnsfalli. Þar sem um sífellda hringrás vatns er að ræða fellur vatnsorkan í flokk endurnýjanlegra orkulinda.