Spurningar og svör


24.04.2009


Spurning
Er vinnslugjaldið frádráttarbært frá fyrirtækjaskatti?

Svar
Já. Skattar sem byggja á kostnaði eða magni teljast venjulega til útgjalda í tekjuskattslögunum.


Spurning
Er til listi yfir fyrningar fyrir mismunandi eignir sem eru leyfðar fyrir fyrirtækjaskatt, sér í lagi fyrir eignir sem eru notaðar fyrir rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi?

Svar
Slíkur listi er ekki til og það er ekki vísað til olíuiðnaðarins í tekjuskattslögunum, en við vísum á greinar í lögum nr. 90/2003 sem fjalla um fyrningar (sbr. 32.-37. gr.).


Spurning
Vinsamlegast lýsið flýtifyrningu í skattalöggjöfinni.

Svar
Flýtifyrning er ekki til staðar þar sem hægt er að velja fyrningarhlutföll innan marka sem tilgreind eru í 37. gr. tekjuskattslaganna. Hins vegar má færa hagnað á sölu á eignum fram um tvö ár og þá ganga frá skattlagningu hagnaðar með því að nota fyrningu á öðrum eignum til móts við hagnað.


Spurning
Vinsamlegast staðfestið aðferðina við að reikna út vinnslugjaldið m.t.t. undanþágunnar fyrir fyrstu 10 milljón tunnurnar. Tökum sem dæmi vinnslu á 25 milljón tunnum, þá eru fyrstu 10 milljón tunnurnar dregnar frá (gr. 5 í lögum nr. 170/2008), og gjaldhlutfall vinnslugjaldsins er (25 milljón tunnur - 10 milljón tunnur)/1 milljón tunnur x 0,5 = 7,5% og þetta hlutfall á við 15 milljón tunnur.

Svar
Útreikningur á 7,5% hlutfalli vinnslugjalds er rétt, en þetta hlutfall á við 25 milljón tunnur í samræmi við 2. mgr. 7. gr. Undanþágan fyrir fyrstu 10 milljón tunnurnar er sett inn í jöfnunni í 1. mgr. 7. gr.

Taflan hér að neðan útskýrir þetta. Taflan fylgdi útskýringum með frumvarpinu fyrir lögin um skattlagningu kolvetnisvinnslu.

Fjöldi unninna tunna (milljónir) 20 40 50 60 80 100 125
Gjaldhlutfall vinnslugjalds 5% 15% 20% 25% 35% 45% 58%
Gjaldstofn í milljörðum (verð fyrir eina tunnu 10.000 kr)
200
400
500
600
800
1.000
1.250
Vinnslugjald (milljarðar kr) 10 60 100 150 280 450 719


Spurning

Vinsamlega staðfestið að undanþágan fyrir fyrstu 10 milljón tunnurnar gildi fyrir hvern leyfishafa ef um er að ræða hlutafélag tveggja fyrirtækja um eitt leyfi - á þá hvert fyrirtæki rétt á að fá fyrstu 10 milljón tunnurnar undanþegnar frá vinnslugjaldi?

Svar
Það getur einungis verið einn skattaðili skráður fyrir hverju leyfi þannig að einungis eitt fyrirtæki getur átt rétt á að fá fyrstu 10 milljón tunnurnar undanþegnar vinnslugjaldi á hverju ári.


Spurning
Vinsamlega staðfestið að vinnslugjaldið geti ekki átt við fleiri en 50 milljónir tunna (9. gr).

Svar
Nei. Það er ekki hámark á vinnslugjaldinu eða magni tunna sem það gildir um. 9. gr. vísar ekki til 50 milljón tunna. Hins vegar er vísað til 50 milljón tunna hámarks í 2. mgr. 14. gr. sem vísar til þess að vinnslugjaldsaðferðin skal notuð til að reikna út bráðabirgðagreiðslu á kolvetnisskatti þar til lokamat er tilbúið. Að því loknu er bráðabirgðagreiðslan dregin frá heildarmatinu og mismuninn þar að greiða ríkinu eða fá endurgreiddan ef upphæðin er neikvæð.


Spurning
Vinsamlega staðfestið að þegar meira en 50 milljón tunnur eru unnar þá eigi aðeins kolvetnisskatturinn við og ekkert vinnslugjald (9. gr).

Svar
Eins og vísað er í svari við spurningunni hér að framan þá er tilvísunin til 50 milljón tunnanna einungis aðferð til að reikna út bráðabirgðagreiðslu á kolvetnisskatti þar til lokamat er tilbúið. Það er meginhlutverk laganna um kolvetnisskatt að þegar skattskyldur hagnaður aðila nær 20% af skattskyldum rekstrartekjum hans á heilu skattári skal á þann hagnað lagður sérstakur kolvetnisskattur sem kemur í stað vinnslugjalds hjá þeim sem það hafa greitt sbr. 9. gr.


17.04.2009

Spurning Er kolvetnisskattur frádráttarbær frá fyrirtækjaskatti?   Svar Nei.


 

20.03.2009

Spurning
Geturðu útskýrt fyrirkomulag íslenskrar löggjafar varðandi heilsu, öryggi og umhverfi sem og skattalöggjöfina í tengslum við olíuleitina?

Svar
Við höfum sömu grunnlöggjöf og önnur EES lönd og byggjum á sömu tilskipunum frá ESB. Það er ekki fyrir hendi Olíuöryggisstofnun á Íslandi eins og er t.d. í Noregi. Rannsóknir og vinnsla á kolvetnum er háð sömu lögum og reglum varðandi heilsu, öryggi og umhverfi, sömu starfsleyfi og sömu eftirlitsstofnunum eins og önnur starfssemi á Íslandi. Eina undantekningin er að utan netlaga þá annast Orkustofnun verkefni sem eru að öllu jöfnu í höndum sveitarfélaga s.s. framkvæmdarleyfi. Hið sama á við um skattalöggjöfina, vinnsla á kolvetnum heyrir undir almennu skattalöggjöfina, en til viðbótar þá gilda lög nr. 170/2008 um skattlagningu kolvetnisvinnslu.


Spurning
Hvernig getum við fengið aðgang að upprunalegu úrvinnslunni á sameiginlegu íslensk-norsku hljóðendurvarpsmælingunum frá 1985 og 1988 og hvað kosta gögnin mikið.

Svar
Gögnin úr upprunalegu úrvinnslunni á íslensk-norsku gögnunum frá 1985 og 1988 fást með því að senda fyrirspurn á thorarinn.s.arnarson (hjá) os.is, gegn greiðslu á 50.000 kr umsýslugjaldi.


Spurning
Er hægt að sjá gögnin sem eru til fyrir Drekasvæðið í gagnaherbergi hjá Orkustofnun?

Svar
Orkustofnun rekur ekki eiginlegt gagnaherbergi, þar sem opinber gögn er ýmist hægt að nálgast ókeypis eða gegn umsýslugjaldi. Gögn í eigu einkafyrirtækja eru til sölu hjá þeim og þarf að hafa samband beint við fyrirtækin til að nálgast þeirra gögn. Orkustofnun er tilbúin að skipuleggja einkafundi með þeim sem þess óska til að fara yfir þær spurningar sem hafa vaknað varðandi gögnin og/eða annað í tengslum við útboðið.


Spurning
Í 10. grein laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu á kolvetnum kemur fram að skilyrði leyfisveitingar er að stofnað sé sérstakt félag hér á landi um þessa starfsemi umsækjanda. Hvenær þarf þetta fyrirtæki að vera stofnað? Og er stofnun útibús á Íslandi fullnægjandi fyrir þetta skilyrði?

Svar
Stofna þarf fyrirtæki á Íslandi innan 90 daga eftir að leyfi hefur verið veitt.

Stofnun útibús uppfyllir þettta skilyrði í gr. 10, laga nr. 13/2001 svo fremi sem að um sé að ræða útibú fyrirtækis skráð í landi innan EES, EFTA eða í Færeyjum.


Spurning
Er nauðsynleg aðstaða fyrir hendi á Íslandi til að þjónusta starfsemi tengdri rannsóknum á kolvetnum á Drekasvæðinu?

Svar
Já, aðstaða er fyrir hendi á Íslandi til að þjónusta starfssemi á rannsóknastigi.


13.03.2009

Spurning
Í 8. gr. a í lögum nr.13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis kemur fram að iðnaðarráðherra er heimilt að ákveða um þáttöku íslenska ríkisins í vinnslu kolvetnis. Hver er stefnan varðandi mögulega ríkisþátttöku í þessu fyrsta útboði sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis?

Svar
Íslenska ríkið mun ekki taka þátt í vinnslu kolvetnis í leyfum sem verða veitt í fyrsta útboðinu.

Spurning
Samkvæmt samningum milli Íslands og Noregs frá 1981, á Noregur rétt á 25% þátttöku, ef þeir svo óska, í olíustarfsemi á samningssvæðinu við Jan Mayen innan íslenskrar lögssögu eða eiga þeir rétt á að hámarki 25% þátttöku?

Svar
Í bókun frá 3. nóvember 2008 um útfærslu á gagnkvæmri hlutdeild í leyfum á samningssvæðinu við Jan Mayen-hrygg er tekið skýrt fram að Norðmenn eiga rétt á allt að 25% þátttöku í olíustarfssemi á samningssvæðinu. Norsk stjórnvöld skulu tilkynna íslenskum stjórnvöldum um ákvörðun sína um þátttöku í olíustarfseminni og að hversu mikil hún mun vera innan 30 daga frá því að öll gögn varðandi umsóknirnar hafa borist til Noregs.

Spurning
Við höfum spurningar varðandi skatta- og/eða umhverfismál í tengslum við olíuvinnslu við Ísland. Við hvern eigum við að hafa samband?

Svar
Sendið fyrirspurnir til Orkustofnunar á netfangið thorarinn.s.arnarson (hjá) os.is og Orkustofnun mun beina fyrirspurnunum til réttra aðila ef á þarf að halda.


27.2.2009

Spurning Er hægt að panta einkafundi með fulltrúum frá Orkustofnun og iðnaðarráðuneytinu í Lundúnum á APPEX ráðstefnunni 3.-5. mars? Svar Já, vinsamlegast sendið ósk um fund á netfangið thorarinn.sveinn.arnarson (at) os.is. Spurning Í skýrslunni "Olíuleit á Drekasvæði við Jan Mayen hrygg" sem var gefin út í mars 2007 af iðnaðarráðuneytinu og er aðgengileg hér, kemur fram á blaðsíðu 29 áætlaður kostnaður við rannóknir og vinnslu á norðanverðu Drekasvæði miðað við fjórar sviðsmyndir. Getum við fengið útskýringar á þessum útreikningum og nánari upplýsingar um kostnaðinn sem er áætlaður fyrir borpalla og boranir? Svar Í skýringartexta við Töflu 2.1 á blaðsíðu 29 kemur fram að kostnaðurinn miðast við gengi og verðlag ársins 2005 og eru áætlanirnar byggðar á skýrslu Sagex frá 2006. Þessa skýrslu er hægt að nálgast hér og í henni eru að finna nánari útskýringar á kostnaðaráætlununum. Spurning Það kemur ekki fram í skýrslunni frá 2007 sem er minnst á í spurningunni hér að ofan, hvort það væri fyrir hendi skýrsla um mat á stærð olíulinda á Drekasvæðinu. Ef slík skýrsla er til vinsamlegast vísið okkur á hana. Svar Þar sem ekki hefur verið borað á Drekasvæðinu, þá er ekki til mat á stærð olíulinda á Drekasvæðinu. Jarðeðlisfræðileg gögn (hljóðendurvarpsmælingar) og samanburður á jarðfræði við skyld svæði við Austur-Grænland og Vestur-Noreg hafa verið notuð til að leggja mat á magni af olíu á svæðinu. Stjórnvöld hafa ekki lagt fram slíkt mat enn sem komið er.   Spurning Á ráðstefnunni í september 2008 um Olíuleit við Ísland var kynnt rannsókn á olíubrák á Drekasvæðinu með gervihnattamyndum sem unnin var af Ingibjörgu Jónsdóttur og Árna Frey Valdimarssyni. Hvenær verður skýrsla um þessar rannsóknir gefin út? Svar Skýrslan hefur verið gefin út á ensku og er hægt að nálgast hana hér.


 

06.2.2009
Spurning:
Kom eitthvað fram á kynningarfundinum fyrir útboðið sem var haldinn á Orkustofnun 5. febrúar sl. sem ekki er hægt að nálgast á útboðsvefnum?

Svar:
Á fundinum var farið efni útboðsvefsins kynnt og fundargestum gefið tækifæri til fyrirspurna. Ekki kom neitt fram á fundinum sem ekki kemur fram á útboðsvefnum, en það má nefna það að fyrirtækið Spectrum  kynnti endurvinnslu sína á hljóðendurvarpsmælingum sem Íslendingar og Norðmenn stóðu sameiginlega að árin 1985 og 1988 á Jan Mayen hryggnum. Endurvinnslan bætir gæði mælinganna mikið og er fyrirtækið nýju útgáfuna af mælingunum til sölu.

Spurning:
Í landgrunnsvefsjánni  eru birtar ýmsar þekjur sem tengjast útboðinu, t.d. reitakerfið fyrir norðurhluta Drekasvæðisins, samningssvæðið við Noreg o.fl. Er hægt að fá rafræn eintök af þessum þekjum?

Svar:
Flestar af þekjunum eru byggðar á opinberum gögnum og eru afhentar þeim sem biðja um þær. Í ákveðnum tilfellum er um trúnaðarupplýsingar að ræða og því ekki hægt að afhenda þær þekjur. Vinsamlegast sendið óskir um þekjur á netfangið: thorarinn.sveinn.arnarson@os.is

Spurning:
Í 10. kafla skýrslu, sem var gefin út árið 1980 um rannsóknir sovétskra vísindamanna m.a. á Jan Mayen hryggnum í 15. leiðangri rannsóknaskipsins Akademik Kurchatov árið 1973, koma fram niðurstöður úr gasskiljumælingum á sýnum af yfirborðsseti. Í skýrslunni eru ekki gefnar upp staðsetningar á sýnatökustöðunum. Hvar er hægt að nálgast þessa skýrslu og hver var staðsetningin á sýnunum?

Svar:
Hægt er að óska eftir afriti af rússnesku skýrslunni eða köflum úr henni á bókasafni Orkustofnunar með því að senda tölvupóst á bokasafn@os.is.  Afrit af forsíðu og efnisyfirliti hennar er að finna hér.

Staðsetningar sýnatökustaða eru:

Stöðvarnr. Lengd (°N)
Breidd (°V)
1357
69°54'
 8°30'
1361
68°45'
12°14'
1368
68°33'
9°58'
1379
66°59'
9°43'
1380
66°31'
10°23'
1381
65°25'
10°40'
1383
63°36'
13°26'
1389
67°05'
9°47'
1390
67°02'
8°24'


03.1.2009
Spurning:

Hvernig er hægt að nálgast gögnin úr fjölgeisladýptarmælingum Hafrannsóknastofnunarinnar á Drekasvæðinu frá því í júní 2008? Er einnig hægt að nálgast gögnin fyrir botnhörku (þ.e. styrk endurkasts) úr þessum sama leiðangri?

Svar:
Gögnin eru eign Hafrannsóknastofnunarinnar en fást afhent með milligöngu Orkustofnunar. Sendið tölvupóst á thorarinn.sveinn.arnarson (hjá) os.is til að óska eftir dýptar- og/eða botnhörkugögnunum úr leiðangrinum.