Fyrsta útboð á sérleyfum til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði
Orkustofnun, í umboði iðnaðarráðherra f.h. íslenska ríkisins, auglýsti þann 22. janúar 2009, eftir umsóknum vegna fyrsta útboðs á sérleyfum til rannsóknar- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði í samræmi við ákvæði laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum, reglugerðar sama efnis, nr. 38/2009, og ákvæði tilskipunar 94/22/EB frá 30. maí 1994 um skilyrði fyrir veitingu og notkun leyfa til að leita að, rannsaka og vinna kolvatnsefni. Til þess að gæta meðalhófs í nýtingu auðlinda verður úthlutun leyfa takmörkuð við allt að fimm leyfi samtals í þessari umferð. Hver leyfishafi (eitt eða fleiri fyrirtæki saman) fær aðeins úthlutað einu leyfi. Stærð hvers leyfissvæðis verður einnig takmörkuð við allt að 800 ferkílómetra.
Sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu verða veitt á grundvelli ákvæða laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001, með síðari breytingum, reglugerðar sama efnis, og ákvæða tilskipunar 94/22/EB.
Umsóknarfrestur vegna veitingar sérleyfa til rannsókna- og vinnslu kolvetnis á Drekasvæði rann út þann 15. maí 2009.