Staða virkjunarkosta vegna 4. áfanga rammaáætlunar


Nr.Virkjunarkostur

LögaðiliÁætlað afl (MW)Orkugeta (GWst/ári)Tegund*Hag-kvæmni-flokkurStaða
R4328A Vindorkugarður í GarpsdalEM Orka ehf88,2366,3VindurIskilgreint
R4305A VindheimavirkjunFallorka ehf.39,6128,4VindurIIIskilgreint
R4304A HrútmúlavirkjunGunnbjörn ehf85300VindurIIIskilgreint
R4331A AlviðraHafþórsstaðir ehf.9,5-50108VindurIskilgreint
R4322A ReykjanesgarðurHS Orka100400VindurIIskilgreint
R4323A HaukadalsgarðurHS Orka100400VindurIIskilgreint
R4324A ReyðarárgarðurHS Orka50200VindurIIskilgreint
R4301B Búrfellslundur - EndurhönnunLandsvirkjun120440VindurIIskilgreint
R4329ASandvíkurheiðarvirkjun - sunnanverðLanganesbyggð110Vindurí vinnslu
R4332ABrekknaheiðiLanganesbyggð220Vindurí vinnslu
R4333ASauðaneshálsLanganesbyggð100Vindurí vinnslu
R4334ALanganesströndLanganesbyggð160Vindurí vinnslu
R4335AViðvíkurheiðiLanganesbyggð50Vindurí vinnslu
R4336ABakkaheiðiLanganesbyggð110Vindurí vinnslu
R4303A HnotasteinnQuadran Iceland Development190,4895VindurIskilgreint
R4318A SólheimarQuadran Iceland Development162,4668VindurIskilgreint
R4319A GrímsstaðirQuadran Iceland Development134,4577VindurIskilgreint
R4320A NorðanvindurQuadran Iceland Development61,6234VindurIskilgreint
R4321A ÞorvaldsstaðirQuadran Iceland Development45166VindurIIskilgreint
R4330A ButraQuadran Iceland Development18,278VindurIskilgreint
R4337A Foss í HrunamannahreppiQuadran Iceland Development56291VindurIskilgreint
R4338A Tjörn á VatnsnesiQuadran Iceland Development56297VindurIskilgreint
R4339A Múli í BorgarbyggðQuadran Iceland Development72,8367VindurIskilgreint
R4327A NónborgirVesturVerk ehf100400VindurIIIskilgreint
R4306AMosfellsheiðarvirkjun IZephyr Iceland75Vindurí vinnslu
R4307AMosfellsheiðarvirkjun IIZephyr Iceland75Vindurí vinnslu
R4308AMýrarvirkjunZephyr Iceland10Vindurí vinnslu
R4309AHálsvirkjunZephyr Iceland75Vindurí vinnslu
R4310ALambavirkjunZephyr Iceland250Vindurí vinnslu
R4311AHrútavirkjunZephyr Iceland75Vindurí vinnslu
R4312AAusturvirkjunZephyr Iceland200Vindurí vinnslu
R4313AKlausturselsvirkjunZephyr Iceland250Vindurí vinnslu
R4314ASlýjavirkjunZephyr Iceland75Vindurí vinnslu
R4315AKeldnavirkjunZephyr Iceland20-40Vindurí vinnslu
R4163A TröllárvirkjunOrkubú Vestfjarða13,782,2Vatnsorka5skilgreint
R4276B Ölfusdalur**Orkuveita Reykjavíkur50Jarðhitiskilgreint
R4159A HvanneyradalsvirkjunVesturVerk ehf13,580,2Vatnsorka6skilgreint
R4103A SkúfnavatnavirkjunVesturVerk ehf1686Vatnsorka6skilgreint
R4158A HamarsvirkjunHamarsvirkjun60232Vatnsorka3skilgreint
R4160A Vatnsfellsstöð - stækkunLandsvirkjun5510 til 20Vatnsorkaá ekki viðskilgreint
R4161A Sigöldustöð - stækkunLandsvirkjun656 til 10Vatnsorkaá ekki viðskilgreint
R4162A Hrauneyjafossstöð -stækkunLandsvirkjun909 til 12Vatnsorkaá ekki viðskilgreint
R4292A BolaaldaReykjavík Geothermal100815Jarðhiti2skilgreint
R4401AGilsfjarðarvirkjun
(engin gögn hafa borist)
Sjávarföllí vinnslu
R4293A Svartsengi stækkunHS Orka50Jarðhiti3skilgreint
R4317A Brekkukambsvirkjun
(engin gögn hafa borist)
Baldur BergmannVindurí vinnslu


Tafla þessi er birt með fyrirvara um villur

*Fyrirvari Orkustofnunar á hagkvæmniflokkun vindorkukosta: Á undanförnum árum hefur áhugi á nýtingu vindorku á Íslandi farið vaxandi. Stofnkostnaður vegna nýrra vindorkuvera hefur farið lækkandi og nú telja margir að raforka framleidd með vindi geti verið hagkvæmari en orka frá nýjum vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum. Kostir vindorkuvera eru m.a þeir að þau eru ekki verulega háð staðsetningu og hafa sýnt góðan nýtingartíma á Íslandi. En við samanburð þessara þriggja orkukosta þarf að hafa í huga grundvallareinkenni virkjanakostanna, þar sem framleiðsla jarðvarmavirkjana er ætíð söm og jöfn, vatnsaflsvirkjanir veita einnig grunnafl en geta brugðist hratt við sveiflum í eftirspurn, meðan vindorkuver eru háð vindi hverju sinni og geta hvorki veitt grunnafl né brugðist við sveiflum í eftirspurn. Við því má svo bregðast annars vegar með samkeyrslu vindorku við aðra orkukosti og/eða með því að þjóna iðnaði sem þolir sveiflurnar í orkuframboði. Að þessu sögðu hefur Orkustofnun ákveðið að einblína á kostnaðarlegan samaburð vindorkukosta innbyrðis, án þess að bera þá á nokkurn hátt við vatnsafls-og jarðvarmaorkukosti. En að því sögðu eru nokkrir þættir sem taka verður tillit til þegar heildarkostnaður vindorkuvera er skoðaður, og er ekki með í þessu reiknisdæmi sem hagkvæmniflokkunin byggir á. Þeir þættir sem helst ber að nefna eru gefnir upp hér að neðan:

  • Staðsetning og fjarlægð í næsta tengipunkt, ásamt tengingu við landskerfið
  • Nýtingartími vindorkuvera. Nýtingartíminn er minni en vatnsorku-og jarðhitaorkukosta sem leiðir til þess að orkugeta vindorkuvers er u.þ.b helmingur af orkugetu t.d vatnsaflsvirkjunar með sömu afltölu
  • Orkuþörf markaða. Annað hvort þarf að tryggja reiðuafl á móti þegar markaðurinn kallar eftir orku í logni, eða þjónusta markað sem er alveg sama þótt orkuframleiðslan sveiflist með vindi, t.d. vetnisframleiðsla. Hvort heldur sem er kallar á viðbótarkostnað.
Hér að ofan hefur verið grein fyrir mikilvægum þáttum sem getur þurft að taka tillit til þegar hagkvæmni vindorkuvera er metin. Það verður jafnframt að hafa í huga að raforkan er seld á frjálsum markaði þar sem nýting raforkunnar og viðskiptahugmyndir sem henni tengjast geta verið með mjög mismunandi hætti.


** einungis varmaorka 50 MWth