Setning tekjumarka 2021-2025


Dreifiveitum og flutningsfyrirtæki eru sett tekjumörk á fimm ára fresti. 

Við ákvörðun rekstrarkostnaðar við setningu tekjumarka skal taka tillit til meðalrekstrarkostnaðar síðustu fimm ára með eins árs töf að teknu tilliti til verðlagsbreytinga og áhrifa nýrra stórra fjárfestinga á rekstrarkostnað dreifiveitna og flutningsfyrirtækis. 

Setning rekstrarkostnaðar fyrir tekjumarkatímabilið 2021 til 2025 byggði á rekstrarkostnaði áranna 2015 til 2019. 

Þegar tekjumörk eru gerð upp með uppgjöri tekjumarka er settur rekstrarkostnaður uppfærður með vísitölu neysluverð. Aðrar stærðir en rekstrarkostnaður sem fjallað er um í setningu tekjumarka eru einungis settar fram til viðmiðunar. 

Fjallað er um setningu og uppgjör tekjumarka í 12. og 17. gr. raforkulaga nr. 65/2003.


      HS veitur hf. - sett tekjumörk 2021-2025

      Landsnet hf. -  sett tekjumörk 2021-2025

      Norðurorka hf. - sett tekjumörk 2021-2025

      Orkubú Vestfjarða ohf. -  sett tekjumörk 2021-2025

      RARIK ohf. -  sett tekjumörk 2021-2025

      Veitur ohf. - sett tekjumörk 2021-2025