Ákvarðanir Orkustofnunar

Raforkueftirlit Orkustofnunar annast stjórnsýslu í raforkumálum og undirbýr og tekur ákvarðanir í málum er lúta eftirliti stofnunarinnar í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 og reglugerðum settum á grundvelli þeirra. Hér undir falla kvartanir hagsmunaaðila á raforkumarkaði og ákvarðanir um tekjumörk og uppgjör þeirra.

Markmiðið með birtingu þessara upplýsinga er að skapa gagnsæi í starfsemi Raforkueftirlits Orkustofnunar, tryggja jafnt aðgengi hagsmunaaðila að þessum upplýsingum, gera hagsmunaðilum kleift að nýta sér fram komnar ákvarðanir í starfsemi sinni og/eða hagsmunagæslu. Að lokum er birting ákvarðana einn þátturinn í að skapa umgjörð um heilbrigðan raforkumarkað þar sem leikreglur raforkumarkaðarins mótast meðal annars af þessum ákvörðunum.    

      Kvartanir

      Tekjumörk       

      Aðrar ákvarðanir