Samanburður á gjaldskrám dreifiveitna

Dreifingargjaldskrár dreifiveitna eiga að mæta kostnaði dreifiveitu við að flytja raforkuna um flutningskerfið og dreifa henni um viðkomandi dreifiveitusvæði til notenda. Dreifiveitur geta sótt um leyfi fyrir sérstakri gjaldskrá fyrir dreifingu raforku í dreifbýli og eru slíkar í gildi hjá Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK).

Rétt er að geta þess að hver raforkunotandi er bundinn ákveðinni dreifiveitu, sem hefur sérleyfi til dreifingar raforku á viðkomandi dreifiveitusvæði. Á hinn bóginn er notendum frjálst að kaupa raforkuna sjálfa af hvaða sölufyrirtæki sem er.

Hægt er að bera saman raforkuverð hinna ýmsu sölufyrirtækja með þar til gerðri reiknivél sem er að finna á vefsíðu Orkuseturs.