Dreifiveitur

Dreifveitur hafa sérleyfi til dreifingar raforku á afmörkuðu svæði.

Hlutverk þeirra er að annast dreifingu raforku og kerfisstjórnun á dreifiveitusvæði sínu. Dreifiveitur lúta eftirliti Orkustofnunar. Fimm dreifiveitur eru starfandi á Íslandi. Þær eru:

  •  HS Veitur sem dreifa raforku á Reykjanesskaga, í Hafnarfirði, á Álftanesi og syðri hluta Garðabæjar, í Árborg og í Vestmannaeyjum
  • Norðurorka sem dreifir raforku á Akureyri
  • Orkubú Vestfjarða sem dreifir raforku á Vestfjarðakjálkanum
  • Veitur sem dreifir raforku í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, í Garðabæ norðan Hraunholtslækjar (Vífilsstaðalækjar), Mosfellsbæ, Kjalarnesi og á Akranesi.
  • RARIK sem dreifir raforku út um allt land að slepptum Vestfjörðum, suðvesturhorninu, Árborg, Vestmannaeyjum og Akureyri