Vistvænar almenningssamgöngur - hádegisfyrirlestur - miðvikudaginn 13. febrúar
Fyrsti hádegisfyrirlestur ársins 2019 í fyrirlestraröð um orkuskipti sem Orkustofnun og Græna orkan standa í sameiningu að.
Að þessu sinni verða vistvænar almenningssamgöngur til umfjöllunar.
Tveir fyrirlesarar munu halda stutt erindi:
Vistvænar almenningssamgöngur - Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs
Borgarlína - Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu
Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar.
Sem fyrr, verður fyrirkomulagið með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er frá kl. 12:00-13:00.
Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.