Vefviðburður um orkuskipti á hafi - 24. september 2020
Íslensk NýOrka, Græna orkan og Hafið Öndvegissetur standa fyrir vefviðburði þann 24. september næstkomandi, á Alþjóðlega siglingadeginum. Að þessu sinni er þema dagsins "Sjálfbærar siglingar fyrir sjálfbæran heim" sem er vissulega viðeigandi fyrir umfjöllunarefni málstofunnar.
Við höfum fengið til liðs við okkur lykil sérfræðinga á þessu sviði til að fjalla um áhugaverð verkefni sem snúa að vistvænum lausnum í haftengdri starfsemi og ræða leiðir stjórnvalda til að styðja við þróunina í orkuskiptum á hafi. Viðburðurinn, sem fer fram á ensku, er hinn fyrri af tveimur. Í október verður haldinn framhalds viðburður, þar sem íslensk verkefni verða kynnt sérstaklega og mun hann vera auglýstur þegar nær dregur. Eftirfarandi fyrirlesar munu halda erindi:
- Madadh Maclaine, stofnandi og aðalritari Zero Emissions Maritime Technology og Zero Emissions Ship Technology Association
- Jyrki Mikkola, rannsóknamaður hjá VTT og verkefnastjóri FLAGSHIPS Project
- Prasanna Colluru, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Future Proof Shipping
- Georg Matzku, forstöðumaður markaðsmála og háspennutenginga, Stemmann-Technik
Þér er hér með boðið að taka þátt í málstofunni 24. september og leggja þitt á vogarskálarnar í umræðunni um aðgerðir og leiðir til að liðka fyrir innleiðingu vistvænna lausna og orkugjafa í íslenska skipaflotann.
Skráning fer fram í gegnum meðfylgjandi hlekk:
https://www.eventbrite.com/e/making-marine-applications-greener-webinar-2020-tickets-120014409329