Útboð verkefna á sviði rannsókna á endurnýjanlegri orku í Rúmeníu – vef-kynningarfundur 17. september 2021

3/9/2021

Útboð verkefna á sviði rannsókna á endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á veffundi 17. september kl. 8:00-9:30.  Að honum loknum verða samstarfsfundir (matchmaking) í boði fyrir þá sem hafa áhuga.  Innovation Norway í Rúmeníu sér um útboð verkefnanna.

Markmið orkuáætlunar Uppbyggingarsjóðs EES í Rúmeníu er að minnka orkuframleiðslu sem byggist á jarðefnaeldsneyti og auka afhendingaröryggi og framboð á raforku. Með áætluninni er einnig leitast við að örva og þróa til langs tíma samstarf milli Íslands, Liechtenstein, Noregs og Rúmeníu.

Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur:

  • Endurnýjanleg orka, orkunýtni og orkuöryggi   
  • Endurnýjanleg orka – vatnsafl  

1,5 milljónum evra verður varið til fjármögnunar verkefnisins.

Lokafrestur fyrir umsóknir er 14. október 2021.

Sjá nánari upplýsingar um kynningarfundinn og skráningu 17. sept. nk.

Nánari upplýsingar um útboðið.