Skattar á ökutæki og eldsneyti 2020-2025 - kynningarfundur um skýrslu starfshóps

3/9/2018

Fundurinn verður hjá Orkustofnun, Grensásvegi 9, 13. september.  Léttar veitingar kl. 11:30 og fundurinn hefst síðan kl 12:00 og stendur til 13:00

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. 

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar gera grein fyrir megintillögum starfshópsins. 

Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan13:00 en eftir það gefist tími til óformlegra umræðna.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar.