Samgönguhjólreiðar - þróun og menning

17/4/2018

Fyrirlestur um samgönguhjólreiðar á Orkustofnun, mánudaginn 30. apríl kl. 12:00-13:00. Þriðja erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.

Höfuðborgarsvæðið hefur tekið stórstígum breytingum til bættrar reiðhjólamenningar á síðastliðnum 10 árum. Hvar stöndum við? Hvað tekur við?

Sesselja Traustadóttir frá Hjólafærni á Íslandi kemur og talar um þróun síðustu ára og horfir með okkur til framtíðar.

Einnig fjallar hún um öryggi hjólandi, hjólafærni, samvinnu í umferð, hjólaleiðir, hjólamenningu, aðbúnað fyrir hjól og ánægjuna sem fylgir fjölbreyttum samgöngum.

Fyrirlesturinn verður haldinn í Orkugarði, Grensásvegi 9, á vegum Orkustofnunar, í samstarfi við Grænu orkuna - samstarfsvettvang um orkuskipti. Salurinn opnar kl. 12:00 og verður boðið upp á léttar veitingar í upphafi fundar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og verður góður tími til umræðna að honum loknum.

Við biðjum fólk um að skrá sig á fundinn