Ráðstefna um tækifæri á sviði endurnýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni o.fl. í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu

22/10/2019

Haldin á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, 23. október 9:00-14:00, á Grand Hótel

Á umliðnum mánuðum hafa utanríkisráðuneytið og Orkustofnun unnið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021 er varðar endurnýjanlega orku í samstarfi við sambærilegar stofnanir í Noregi, viðkomandi löndum í Austur- og Mið-Evrópu og Uppbyggingarsjóði EES í Brussel. Meginmarkmið sjóðsins er að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og auka orkuöryggi viðkomandi landa, m.a. með því að auka notkun endurnýjanlegar orku, með sérstaka áherslu á jarðvarma og vatnsafl.

Þann 23. október verður haldin ráðstefna Í Reykjavik um tækifæri á sviði endurnýjanlegrar orku, jarðvarma, orkunýtni o.fl. í Póllandi, Rúmeníu og Króatíu, sem vinnur gegn hlýnun jarðar, á vegum Uppbyggingarsjóðs EES. Ráðstefnan verður á Grand Hótel, kl. 9:00–14:00.

Á ráðstefnunni munu fulltrúar frá ráðuneytum, stofnunum, háskólum og borgum og bæjum frá þessum löndum, fjalla um tækifæri á sviði endurnýjanlegrar orku og fyrirtæki frá Íslandi munu kynna sína starfsemi. Einnig gefst tími fyrir hvert og eitt fyrirtæki og aðila frá þessum löndum að ræða saman um hugsanlegt samstarf á grunni verkefna er varðar endurnýjanlega orku, jarðvarma, orkunýtni o.fl.

Þau verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku sem fyrirtæki hafa unnið að á umliðnum árum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, hafa aðallega verið í formi aðstoðar við uppbyggingu á hitaveitum, virkjana, aðstoðar við útboð verkefna og eftirliti með framkvæmdum. Einnig hafa verið veittir styrkir til þekkingaruppbyggingar með námskeiðum og auknum samskiptum og tengslum með heimsóknum hópa frá Íslandi til þessara landa og hópa frá löndunum hingað til lands, sjá nánar.

Jafnframt hefur Orkustofnun í samvinnu við erlenda og innlenda aðila, unnið að tvíhliða verkefnum í formi úttektar og stefnumótunar á mögulegum verkefnum í Rúmeníu (Oradea og Beius)  í Póllandi í (Poddebice) og  ( öðrum bæjum og borgum) og Króatíu, (sjá skýrslu). Þessi verkefni ættu að geta nýst vel við undirbúning stærri fjárfestingar- og útboðsverkefna fyrir aðila á markaði. Frekari upplýsingar um verkefnin framundan má sjá á vef  Uppbyggingarsjóðs EES.

Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á því að kynna sína starfsemi á fundinum 23. október, eru beðin að hafa samband við Orkustofnun, í síma 569 6000 eða með tölvupósti os@os.is 

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna.

Dagskrá fundarins má sjá hér