Orkusjóður – hlutverk hans í orkuskiptum - vefviðburður

22/3/2021

Græna orkan og Orkustofnun standa sameiginlega fyrir vefviðburði í hádeginu þriðjudaginn 23. mars 2021, sem ber yfirskriftina „Orkusjóður – hlutverk hans í orkuskiptum.“

Hlutverk Orkusjóðs er meðal annars að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Á fundinum mun Ragnar Ásmundsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, ræða aðkomu Orkusjóðs í orkuskiptum og áherslur undanfarinna ára auk þess að skyggnast inn í framtíð orkuskipta á Íslandi.

Fylgjast má með viðburðinum í gegnum Zoom og mun upptaka af honum birtast á vefsíðu Grænu orkunnar að honum loknum. 

Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburði.