Orkumál og EES-samningurinn - hver eru áhrif þriðja orkupakkans - erindi frá kynningarfundi sem haldinn var í Háskóla Reykjavíkur 13. ágúst 2018

4/9/2018

Umræða hefur skapast hér á landi og í Noregi um áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins (ESB) á hagsmuni ríkjanna og valdheimildir á orkusviðinu. Umræðan hefur einkum snúist um hvort samþykkt hans feli í sér framsal valdheimilda til stofnunar ESB sem hefur umsjón með samstarfi eftirlitsstofnana ríkjanna á orkumarkaði (ACER). Þingið í Noregi samþykkti orkupakkann síðastliðið vor en hann hefur ekki komið til umræðu á Alþingi. 

Á fundinum var fjallað um ýmis þau álitamál sem snert hefur verið á í umræðunni hér á landi og í Noregi, þ.á m. um hlutverk og valdheimildir ACER og áhrif innleiðingar þriðja orkupakkans á stjórnun orkulinda.

Nánari upplýsingar má finna á vef Háskólans í Reykjavik