Útboð verkefna á sviði jarðhita, rafvæðingu heimila og grænnar nýsköpunar í Rúmeníu verður kynnt á veffundi 19. og 20. maí, kl. 8:00-16:00

14/5/2021

Útboð verkefna á sviði jarðhita, rafvæðingu heimila og grænnar nýsköpunar í Rúmeníu verður á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.

Markmið verkefnanna er að auka notkun endurnýjanlegar orku, græna nýsköpun og samstarf milli Íslands, Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu.


Veittur er stuðningur við verkefni með eftirfarandi áherslur:

  • auka uppsett afl frá jarðhita,
  • auka fjölda nýrra eða endurnýjaðra mannvirkja til notkunar jarðhita,
  • rafvæðingu heimilanna,
  • græn nýsköpun.

Einnig verður boðið upp á samstarfsfundi á milli aðila í Rúmeníu og á Íslandi á vefnum.
Nánari upplýsingar og skráningu má sjá hér Energy and Innovation