Kyn, völd og þöggun - Skiptir kyn máli á vinnustað?
Hressileg umræða um kynin og vinnustaðinn á Orkustofnun, 22. janúar kl. 11:30-13:15.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, heldur fyrirlestur á vegum Orkustofnunar í Orkugarði, Grensásvegi 9, mánudaginn 22. janúar.
Salurinn opnar kl. 11:30 og verður boðið upp á léttar veitingar í upphafi fundar. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:45 og verður góður tími til umræðna að honum loknum. Reikna má með að fundi verði slitið ekki seinna en 13:15.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Rýnt í karlmennsku og kvenleika - birtingarmyndir kynjanna skoðaðar. Kynferðisleg áreitni – ástæður og afleiðingar. Hvar liggur valdið og hvernig birtist það? Bera fyrirtæki og stofnanir ábyrgð í jafnréttismálum?
- Skiptir kyn máli á vinnustað og hvernig getur það birst?
- Hvað þýðir það þegar sagt er að eitthvað sé kynbundið á vinnustaðnum - er það alltaf neikvætt?
- Hvernig birtast kynjuð samskipti fólks á vinnustaðnum?
- Kvenleiki og karlmennska skoðuð og greind - hvað er á ferðinni þarna?
- Hvar liggur valdið og hvernig birtist það, skiptir vald máli í þessu samhengi?
- Hvernig kemur þöggun inní allt þetta?
- Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stofnana