Afmælisfyrirlestrar Orkustofnunar - tækifæri í gróðurhúsalýsingu
Miðvikudaginn 13. desember kl. 11:30-13:00 á Orkustofnun, Grensásvegi 9.
Í tilefni af 50 ára afmæli Orkustofnunar 2017, er boðað til fyrirlestra um ýmis mál sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.
Síðasti fyrirlesturinn á þessu ári verður um gróðurhúsalýsingu og tækifæri í nýtingu hennar og verður, miðvikudaginn 13. desember kl. 11:30 - 13:00. Boðið verður upp á léttar veitingar 11:30 áður en fyrirlesturinn sjálfur hefst kl. 12.
Dagskrá:
Benedikt Guðmundsson, Verkefnisstjóri – orku og dreifbýli hjá Orkustofnun, mun vera með erindi um stöðu gróðurhúsalýsingar á Íslandi í dag.
Ragnar Atli Tómasson, einn af stofnendum Jurt, mun vera með erindi um tækifæri í nýtingu gróðurhúsalýsingar á Íslandi.
Staðsetning:
Orkustofnun, 1. hæð, Grensásvegi 9, Reykjavík