Tækifæri fyrir jarðhitageirann innan GEOTHERMICA

14/3/2017

Hádegisfundur í Víðgelmi, Orkustofnun, Grensásvegi 9 - þriðjudaginn 21. mars kl. 11:45-13:15.  

GEOTHERMICA er samstarfsverkefni Evrópusambandsins og 16 stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í 13 löndum Evrópu. Markmið verkefnisins er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt til rúmar 30 milljónir evra í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.

 Dagskrá

Húsið opnar 11:45 -  Léttar veitingar í boði

Guðni A. Jóhannesson 
Ávarp orkumálastjóra, verkefnisstjóra GEOTHERMICA

Hjalti Páll Ingólfsson 
Kynning á GEOTHERMICA og þeim tækifærum sem í verkefninu felast

Sigurður Björnsson 
Aðkoma Tækniþróunarsjóðs að verkefninu og hvernig á að sækja um

Umræður

Vinsamlegast skráið þátttöku hér