Orkuöryggi og stefna í orkumálum á Íslandi

3/2/2017

Fundur um orkuöryggi og stefnu í orkumálum á Íslandi verður haldinn mánudaginn 6. febrúar kl: 12:00 - 13:30 í Orkustofnun.  - Glærur frá fundinum komnar á vefinn.

Fyrir rúmu ári síðan var haldinn fundur í HR til að kynna upphaf rannsóknar á orkuöryggi, sem háskólastofnanirnar MIT og IIT Comillas voru fengnar til að vinna fyrir Orkustofnun, Landsvirkjun og Landsnet. Nú liggja fyrir niðurstöður þeirrar rannsóknar og verða þær kynntar á opnum fundi hjá Orkustofnun, næstkomandi mánudag kl. 12:00 – 13:30. 

Áhersla verður á eftirfarandi:
  • Greining á stöðu orkuöryggis með tilliti til laga- og reglugerðarumhverfis og tillögur að úrbótum.
  • Athugun á nokkrum sviðsmyndum í því skyni að finna leiðir til að tryggja orkuöryggi á sem hagkvæmastan hátt.
Þessi fundur er opinn öllum og við hvetjum ykkur til að mæta og taka þátt í þessari umræðu með okkur.  Fundurinn verður haldinn í fundarsal Orkustofnunar að Grensásvegi 9, mánudaginn 6. febrúar næstkomandi og er frá kl: 12:00 til 13:30. 


Glærur frá fundinum
Electricity Security Supply in Iceland  -  MIT Energy Initiative/ Comillas-IIT
Electricity Security of Supply in Iceland - An assessment about how to achieve electricity security of supply by 2020 and 2030 in the most economical way

Skýrsluna Electricity Security of Supply in Iceland ma finna hér.