NordMin námskeiðið "The Business of Exploration, from the ground to the stock market" verður haldið í Orkugarði 14.–18. nóvember 2016

28/10/2016

Orkustofnun, mun í samstarfi við jarðvísindadeild HÍ og ÍSOR, halda NordMin MSc námskeiðið The Business of Exploration, from the ground to the stock market, í Orkugarði vikuna 14.–18. nóvember 2016, en dagskrá námskeiðsins má finna hér.

Stærstur hluti fyrirlesara kemur frá finnsku jarðfræðistofnuninni (GTK), en íslenskir jarðfræðingar á þessu sviði munu einnig kynna þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis. Finnar eru mjög framarlega á sviði málmleitar í Evrópu, og því er mikill fengur fyrir Íslendinga að fá þessa metnaðarfullu jarðfræði- og viðskiptafyrirlestra frá finnsku jarðfræðistofnuninni, auk fyrirlesturs um lagamál frá finnsku málmnámusamtökunum. 

Námskeiðið er sett upp fyrir norræna meistaraprófsnema, en ákveðið hefur verið að hafa það einnig opið fyrir aðra sem áhuga hafa á viðfangsefninu. 

Námskeiðið er styrkt af NordMin verkefninu, og því er námskeiðsgjaldið einungis 2.000 kr. á dag. 
Skráning fer fram hjá Bryndísi G. Róbertsdóttur á Orkustofnun, bgr@os.is. 

Hægt er að skrá sig á einstaka daga námskeiðsins og í vettvangsferðina. Frestur til að skrá sig á námskeiðið hefur verið lengdur til mánudagsins 7. nóvember 2016.


Upplýsingar um Nordmin- verkefnið og bókina Mineral Resources in the Arctic :

Bókin í heild á pdf-formi Mineral Resources in the Arctic

Hægt að skoða einstaka kafla bókarinnar og kort, og panta prentuð eintök hér


MSc námskeiðið á vef NordMin verkefnisins er:

http://www.ltu.se/research/subjects/Malmgeologi/Nordmin/PhD-courses/MSc-courses?l=en