Ferðastyrkur á vegum EES sjóðsins til Rúmeníu - orkumál. Ath. lengdur umsóknafrestur

12/9/2016

Á vegum Rondine orkuáætlunar Rúmeníu, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði EES (EEA Grants), er nú hægt að fá ferðastyrk til Búkarest í Rúmeníu þann 11.-15. október, í þeim tilgangi að styrkja tvíhliða tengsl landanna, sérstaklega á sviði orkumála. Umsóknafrestur til föstudagsins 23. september.

Í boði eru 30 ferðastyrkir og miðað er við 1-2 frá hverjum aðila. Allir aðilar sem vinna á sviði orkumála er frjálst að sækja um, og hvetjum við konur sérstaklega til að senda inn umsókn.

Drög að dagskrá
11. október – ferðadagur til Rúmeníu.
12. október – heimsókn til Ilfov, þar sem hitaveita hefur fengið styrk frá Rondine. Heimsókn í stærsta innanhúss baðstað í Evrópu Therme Bucharest sem er hitaður með jarðhita.
13. október – farið á ExpoEnergie ráðstefnuna kl. 12:00. Ráðstefnan skoðuð – kynningar, fundir og viðburðir um vatnsafl og önnur endurnýjanleg orkuverkefni.
14. október – Kynningar, fundir og viðburðir um jarðhitaverkefni kl. 13:00 – 18:00. Meðal annars verður fjallað um Rondine verkefnin og möguleika í nýju prógrammi fram til 2021 .
15. október – ferðadagur til baka.

Umhverfissjóðurinn EFA (Environmental Fund Administration) í Rúmeníu, mun bera ábyrgð á að greiða flugfargjald og hótelgistingu þó umsækjendur geti haft áhrif á ferðatilhögun. Hugsanlega verður einnig hægt að greiða fyrir annan kostnað ef nauðsyn krefur.

Umsókn
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn í tölvupósti á os@os.is fyrir 23. september 2016, með fyrirsögninni: ”Beiðni um ferðastyrk til Rúmeníu”.

Nánari upplýsingar