Morgunverðarfundur - áætlanir Uppbyggingarsjóðs EES í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal, 2014–2021
Grand Hotel, Gullteig B, mánudagurinn 3. desember nk. 8:30-12:00
Á umliðnum mánuðum hafa utanríkisráðuneytið og Orkustofnun unnið að undirbúningi fyrir nýtt tímabil Uppbyggingarsjóðs EES 2014–2021 er varðar endurnýjanlega orku í samstarfi við sambærilegar stofnanir í Noregi, viðkomandi lönd í Austur- og Suður-Evrópu og Uppbyggingarsjóð EES í Brussel. Megin markmið er að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og auka orkuöryggi viðkomandi landa, með því að auka notkun endurnýjanlegar orku, með sérstaka áherslu á jarðvarma og vatnsafl.
Þann 3.
desember verður haldinn kynningarfundur á nýjum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES á
sviði orku, nýsköpunar o.fl. í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal fyrir árin
2014–2021. Fundurinn verður á Grand hótel, kl. 8:30–12:00.
Á fundinum munu
fulltrúar frá Innovation Norway, sem er umsjónaraðili verkefnisins í Rúmeníu og
Orkustofnun sem er ráðgjafi og umsjónaraðili fyrir hönd Íslands, fara yfir orkuáætlunina
í Rúmeníu, en þegar hefur verið auglýst
eftir umsóknum aðila í verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, s.s. jarðvarma, vatnsafls,
aðra endurnýjanlegra orkugjafa og svokallaða smærri styrki. Samtals er upphæð
áætlunarinnar um 27 milljónir evra eða 3,8 milljarðar kr. Frestur til að skila
inn umsóknum er til 14. mars 2019. Á
fundinum verður auk þess fjallað um nýsköpun o.fl. í þessum löndum, sem Rannís
sér um.
Þau verkefni
á sviði endurnýjanlegrar orku sem fyrirtæki hafa unnið að á umliðnum árum í áætlun fyrir
2009–2014 í Rúmeníu, hafa aðallega verið í formi aðstoðar við uppbyggingu á hitaveitum,
virkjana, aðstoðar við útboð verkefna, eftirliti með framkvæmdum,
þekkingaruppbygging með námskeiðum og auknum samskiptum og tengslum með
heimsóknum hópa frá Íslandi til þessara landa og hópa frá löndunum hingað til
lands, sjá nánar.
Einnig hefur
Orkustofnun í samvinnu við erlenda og innlenda aðila, unnið að tvíhliða
verkefnum í formi úttektar og stefnumótunar (Pre-Feasibility Studiy)í sjö
borgum og bæjum í Rúmeníu (Oradea, Beius), Póllandi og Króatíu, sem nýtast vel við
undirbúning stærri fjárfestingar- og útboðsverkefna fyrir aðila á markaði.
Skýrslur um þetta má sjá á vef Orkustofnunar, undir Uppbyggingarsjóður EES.
Innovation
Norway er umsjónaraðili verkefnisins í Rúmeníu (programme operator) og undirbýr
og auglýsir ferðastyrki, útboð verkefna, heldur utan um greiðslur til
þátttakenda og framkvæmd áætlunarinnar. Eitt af markmiðum Uppbyggingarsjóðs EES
er að efla samvinnu og skapa tengsl milli aðila í Evrópu, sem um leið færir
aðilum aukna þekkingu og kunnáttu til að vinna að samstarfsverkefnum á ýmsum
sviðum, en ferðastyrkir á sviði endurnýjanlegrar orku auðvelda slíkt samstarf.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um ferðastyrki til Rúmeníu fyrir fyrirtæki og einstaklinga frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein, vegna verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku. Markmiðið er að koma á tengslum milli fyrirtækja og einstaklinga í þessum löndum fyrir komandi tímabil og undirbúa möguleg verkefni fyrir áætlunina.
Erindi frá fundinum má sjá hér:
- The Energy Program in Romania and some other countries Anne Lise Rognlidalen, Programme
Director, Innovation Norway
- Renewable Energy, Romania, the past and the future, Hanna B. Konráðsdóttir, Specialist - European projects, Orkustofnun
- Development, Education, Innovation, SMEs, Green Industry and Blue Growth, in Romania, Greece,Portugal and Slovaki Magnar Ødelien, Programme Director EEA and Norway Grants, Innovation Norway
- Support for application at Rannis. Kristmundur Þ. Ólafsson, Senior Adviser, Rannís
- Practical issues on participating in EEA projects, applications, documents, etc. Anne Lise Rognlidalen & Magnar Ødelien
Skráning á fundinn er hér og tenging á Facebook hér.
Dagskrá fundarins
má sjá hér.