Lífeldsneyti á Íslandi

11/3/2019

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er  frá kl. 12:00-13:00.     
                                  

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. 

Þá mun Sigurður Ingólfsson framkvæmdastjóri Lífdísils fjalla um verkefni á vegum fyrirtækisins en það hefur framleitt lífdísil á bifreiðar frá árinu 2010 og unnið að þróun heildstæðrar endurvinnslulausnar lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu til framleiðslu á endurnýjanlegu samgöngueldsneyti. 

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja. 
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis