Kynningarfundur um raforkuspár og sviðsmyndir um raforkunotkun

17/5/2018

Fundurinn verður miðvikudaginn 23. maí kl 08:15-10:00 á veitingastaðnum Nauthóli.

Raforkuhópur Orkuspárnefndar mun kynna vinnu við gerð raforkuspáa og sviðsmynda um raforkunotkun miðvikudaginn 23. maí kl 08:15-10:00 á veitingastaðnum Nauthóli.  Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:15 til 08:45.

Raforkuspá er mikilvæg forsenda fyrir framkvæmdum í raforkukerfinu og óskar Orkuspárnefnd eftir ábendingum og athugasemdum við raforkuspá og sviðsmyndir um raforkunotkun sem geta nýst við frekari þróun þessarar vinnu.  Fundurinn er opinn öllum.