Kynningarfundur um innviðauppbyggingu vegna rafvæðingar bílaleigubíla

2/2/2021

Föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar.  Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05  Bakgrunnur verkefnis                                                                                                                                                                   Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10  Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll                                               Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40  Heildarniðurstöður verkefnis
           Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55  Umræður og spurningar

13:15  Fundi slitið

Frekari upplýsingar má finna á Facebook viðburði og hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.