Hvernig hleður maður rafbíl?
Kynning á hleðslu rafbíla á Orkustofnun, mánudaginn 19. mars kl. 12:00-13:00. Annað erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Sigurður Ástgeirsson hjá Ísorku heldur fyrirlestur á vegum Orkustofnunar, í samstarfi við Grænu orkuna - samstarfsvettvang um orkuskipti, í Orkugarði, Grensásvegi 9.
Salurinn opnar kl. 12:00 og verður boðið upp á léttar veitingar í upphafi fundar. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og verður góður tími til umræðna að honum loknum.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Leitast verður við að svara spurningum á borð við:
Hleðslustöðvar - hvernig virka þær?
Hvernig hleð ég rafbíl í heimahúsi, fjölbýlishúsi, í vinnunni, á ferð og flugi um landið?
Hvernig kemur þetta út fyrir budduna?
Hvað langar þig helst til að vita um hleðslustöðvar fyrir rafbíla?