Hvað á að gera við metanið?
Græna orkan, Grænni byggð og Orkustofnun stóðu fyrir hádegisviðburði miðvikudaginn 23. október.
Ræddar voru leiðir til að auka nýtingu metans hér á landi, og hlutverk þess í orkuskiptum, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar aukningar í framleiðslu þess með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu. Upptaka af fyrirlestrinum og glærur fyrirlesara eru nú aðgengilegar.
Hægt er að nálgast upptöku af fundinum í heild hér.
Glærur einstakra fyrirlesara er að finna hér að neðan.
Dagskrá:
- Hvernig á að nýta metanið? - Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
- Hvað á að gera við metanið? - Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg
- Þróunin á markaðinum. Hvað á að gera við metanið? - María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
- Raforkuvinnsla úr hauggasi. Gæti það borgað sig? Auður Nanna Baldvinsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og stjórnarformaður Grænu orkunnar
- Framtíð metans - ekki sem metan? Möguleg nýting metans með öðrum vetnisberum. Stefán Þór Kristinsson, efnaverkfræðingur, viðskiptaþróun EFLU.
Fundarstjóri verður Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.