Fýsileiki framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi

21/6/2021

Græna orkan og Orkustofnun standa fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu miðvikudaginn 23. júní. Yfirskrift fundarins er Fýsileiki framleiðslu rafeldsneytis á Íslandi.

Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum.

Skýrslan, sem unnin er fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyta á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftslagsmarkmiðum.

Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri Icefuel mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar á vefviðburði Grænu orkunnar og svara spurningum gesta.

Viðburðurinn er öllum opinn og ekki er þörf á skráningu til þátttöku.

Sjá nánar á vefsíðu Grænu orkunnar og Facebook síðu .