Fyrirlestur um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar - Electrification of transport in Norway: ups and downs

4/4/2019

Miðvikudaginn 10. apríl - níundi viðburðurinn í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar, í samstarfi við OR Orkuveitu Reykjavíkur - haldinn í sal Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, kl. 11:30-13:00

Árangur Norðmanna í rafbílavæðingu er alþekktur um allan heim. Á einungis 7 árum hefur fjöldi vistvænna bifreiða þar í landi aukist úr innan við 10.000 í tæplega 250.000 en fjöldi hreinna rafbíla nam 162.500 í lok árs 2018. Árangur þennan má einkum þakka víðtækum ívilnunum til langs tíma sem kaupendur þessara bíla hafa notið og einhugar stjórnvalda um að liðka fyrir upptöku vistvænna bíla.

Þann 10. apríl næstkomandi mun Erik Lorentzen frá norska rafbílasambandinu ( Norsk elbilforening ) halda fyrirlestur á ensku um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar.

Viðburðurinn fer fram í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið opnar klukkan 11:30 en formleg dagskrá fer fram milli 12 og 13.


Aðgangur er ókeypis og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.The Norwegian EV success story is a secret to no one. Over a period of 7 years, the number of green passenger vehicles has risen from 10.000 to 250.000 and the total of pure electric vehicles only was 162.500 at the end of 2018.      This development can be mostly attributed to a wide range of long term incentives, the firm policy to promote the uptake of EV technology and ambitious national goals.

Erik Lorentzen of EV Norway will give a presentation (in English) on the remarkable development of the Norwegian EV market and expectations for the future on April 10 at Reykjavík Energy, Bæjarháls 1.

Refreshments will be provided at 11:30 and the seminar will run from 12:00 to 13:00 hours.


The event is free of charge and open to the public.