Eldri útgáfa

Orkustofnun hefur staðið fyrir margs konar útgáfu síðastliðna áratugi sem líta má á sem sögulegar heimildir um orkumál Íslendinga. Stofnunin kappkostar við að varðveita gamlar útgáfur og koma þeim á aðgengilegt form á vefnum.

Hér að neðan má finna ýmis eldri rit og bæklinga sem tengjast orkumálum og Orkustofnun. Ritið Orkumál er hins vegar í sérflokki, hér er um að ræða rit sem hefur verið gefið út með hléum síðan 1959. Upphaflega voru í ritinu eingöngu upplýsingar um raforku en síðar voru einnig birtar upplýsingar um jarðhita, jarðhitanýtingu og eldsneytismál.

Energy-in-Iceland-forsida

Energy in Iceland: Historical perspective, present status, future outlook. Second edition.

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið gáfu í sameiningu út ritið Orka Íslands. Ritið kom fyrst út í nóvember 2003 og þá bæði á íslensku og ensku. Ákveðið var að gefa íslensku útgáfuna ekki aftur út, en í september 2006 kom önnur útgáfa á ensku.

Meðal efnis eru upplýsingar um orkulindir Íslands, frumorkunotkun og framleiðslu og orkunotkun.

Ritið má nálgast hér á pdf formi.

Geothermal Development and Research in Iceland

Geothermal-Development-forsida

Orkustofnun og iðnaðarráðuneytið gáfu út ritið Geothermal Development and Research in Iceland í maí 2006. Vegna gífurlegra vinsælda var ritið endurútgefið árið 2010.

Í ritinu er fjallað um rannsóknir og nýtingu jarðhitans frá ýmsum sjónarhornum, en þó er þar aðallega fjallað um þá þróun sem orðið hefur í notkun jarðhita á Íslandi síðustu ár og áratugi. Er ritið kærkomið þeim sem um jarðhitamál fjalla á erlendum vettvangi, en slíkt yfirlitsrit hefur ekki áður verið gefið út á ensku.

Sveinbjörn Björnsson skrifaði texann, en myndir sem prýða bæklinginn koma flestar frá starfsmönnum Orkustofnunar og Íslenskra orkurannsókna. Sjá útgáfu á pdf formi

Vistvænt eldsneytiVisvaent-eldsneyti-forsida

Rit um Vistvænt eldsneyti kom út í október 2005. Þar eru meðal annars reifaðar hugmyndir um hvernig draga megi úr og bæta notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, skilyrði sem þarf að uppfylla og nokkrar mögulegar leiðir nefndar til að ná settum markmiðum. Sérstök áhersla er lögð á lausnir sem geta nýst í náinni framtíð, þ.e. á næstu 10-15 árum.

Meðal þess sem lagt er til að gert verði til að ná árangri er að breyta skattaumhverfi, verðleggja mengun og að sett verði stefna bæði hvað varðar menntun og rannsóknir á vistvænu eldsneyti. Ritið má nálgast á Bókasafni Orkustofnunar og einnig á pdf formi.

OrkustofnunOrkustofnun-serrit-2005-forsida

Sérprent úr bókinni: Í ljósi vísindanna: Saga hagnýtra rannsókna á Íslandi (Ritröð VFI, 3). Reykjavík 2005. Útgefið af Verkfræðingafélagi Íslands.

Ritið hefur að geyma greinasafn eftir starfsmenn Orkustofnunar, s.s.  um Virkjun jökulánna, Jarðhita í stað Olíu við húshitun, Virkjun jarðhita til raforkuvinnslu, Jarðfræðikortlagningu á Orkustofnun, Landgrunn og olíuleit og Jarðhitaskóli Háskóla Sþ.

Nálgast má eintök af sérprentinu á Orkustofnun og einnig er hægt að skoða hann hér á pdf-formi.

Orka ÍslandsOrka-Islands-forsida

Orkustofnun og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gáfu í nóvember 2003 út upplýsingarit um orkumál á Íslandi sem ber heitið Orka Íslands. Í ritinu er að finna almennar upplýsingar um orkumál m.a. frumorkunotkun, orkulindir, vinnslu og notkun raforku svo eitthvað sé nefnt.

Ritið má nálgast hér á pdf formi.