Útgáfa

Fróðleikur um orkumál og upplýsingar um orkubúskap þjóðarinnar

Mynd af bókum

Viðamesta útgáfa Orkustofnunar var lengi vel í formi rannsóknarskýrslna, sum árin á annað hundruð titla. Skýrslur stofnunarinnar og fyrirrennara hennar allt aftur til ársins 1931, eru  aðgengilegar undir skýrslur á vef Orkustofnunar.  Enn eiga skýrslur eftir að bætast við.

Þá eru greinargerðir Orkustofnunar frá árunum 1979-2008 aðgengilegar á www.gegnir.is

Unnið er að því að gera allar útgefnar skýrslur aðgengilegar á rafrænu formi. Skýrslur áranna 1931 - 2021 er hægt að nálgast hér.

Talsvert efni er einnig til á ensku.

Á vef Orkustofnunar er hægt að nálgast útgefið efni á pdf-formi. Sé áhugi fyrir að fá efni á prentformi, vinsamlega sendið tölvupóst á  os@os.is

Efni í útgáfum Orkustofnunar er verndað af höfundarétti. Heimilt er án endurgjalds að vista efni vefsins á rafrænan hátt, prenta það, fjölfalda og dreifa. Heimild til slíkrar eintakagerðar er þó bundin því skilyrði að þess sé getið hvaðan efnið sé sótt (með vísun til Orkustofnunar) og höfundar getið (ef það kemur fram á vefnum). Einnig er það skilyrði að notkunin sé ekki í hagnaðarskyni. Heimild þarf til breytingar eða þýðingar á efni sem tekið er af vef Orkustofnunar eða úr útgáfum stofnunarinnar.

Allar breytingar á efni eða gögnum Orkustofnunar skulu gerðar með samþykki stofnunarinnar, og á það jafnt við um endurnot sem og endurvinnslu þeirra gagna sem birt eru af hálfu stofnunarinnar. Sömu sjónarmið eiga við ef gerðar eru viðbætur við framangreint efni.