Styrkir til jarðhitaleitarátaks

Styrkir til almenns jarðhitaleitarátaks eru veittir á grundvelli laga nr. 78/2002. Megin tilgangur átaksins er að stuðla að frekari nýtingu jarðvarma til húshitunar í landinu með það að markmiðið að bæta búsetuskilyrði og auka aðgengi að þeim gæðum og möguleikum sem nýting jarðhita hefur í för með sér, að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis til húshitunar og minnka kostnað ríkissjóðs við niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.

Nokkur helstu atriði úthlutnarreglna:


  • Styrkir eru veittir til jarðhitaleitar á köldum svæðum, þ.e. svæðum þar sem jarðhiti er ekki þekktur á yfirborði eða hitastig í volgrum er lágt. Vandað skal til áætlanagerðar og verkið skipulagt og unnið í samræmi við ráðleggingar jarðvísindamanna.
  • Tekið er við umsóknum frá sveitarfélögum, orkufyrirtækjum, öðrum fyrirtækjum og einstaklingum.
  • Styrkupphæð er að jafnaði ekki hærri en 5 m.kr. og er miðað við að framlag umsækjenda sé a.m.k. 50% af heildar-kostnaði við verkefnið.


Umsókn fyllist út rafrænt á vef Orkustofnunar. Eldri óafgreiddar umsóknir til jarðhitaleitar þarf að endurnýja.