Niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar

Samkvæmt lögum um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar nr. 78/2002 og reglugerð um framkvæmd laga um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 698/2013 þurfa allir notendur sem vilja njóta niðurgreiðslu að sækja um það sérstaklega til Orkustofnunar sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna.

Eigandi/leigjandi íbúðarhúsnæðis sem ekki hefur kost á fullri hitun með jarðvarma getur sótt um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar til Orkustofnunar sem metur á grundvelli umsóknar hvort skilyrði þessara laga fyrir niðurgreiðslum sbr. 4. grein séu uppfyllt. Sækja má um niðurgreiðslu með eftirtöldum leiðum:

  • Fylla út umsókn í þjónustugátt (mínar síður) og senda til Orkustofnunar.
  • Fylla út eyðublað á pappírsformi og senda í pósti til Akureyrarseturs Orkustofnunar, Rangárvöllum
    603 Akureyri. Orkustofnun sendir eyðublaðið til þeirra sem þess óska.

Orkustofnun veitir nánari upplýsingar um niðurgreiðslulögin og aðstoðar íbúðareigendur við umsóknina eins og kostur er. Hringja má í síma 569 6000 eða senda tölvupóst á netfangið nidurgreidslur@os.is.

Nánari upplýsingar um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar:

  • Kynningarbréf um framkvæmd niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar frá júlí 2002.
  • Vísað er í  Stjórnartíðindi varðandi upplýsingar um hverjar niðurgreiðslur eru á hverjum tíma.
  • Auglýsing um niðurfellingu á niðurgreiðslum til húshitunar til húsnæðis þar sem ekki er föst búseta (1/4 niðurgreiðslur). 11.01.2012.